spot_img
HomeFréttirVærlöse í góðum málum

Værlöse í góðum málum

Axel Kárason og liðsfélagar í Værlöse leiða 2-0 í umspilseinvígi sínu gegn Aalborg Vikings í dönsku úrvalsdeildinni. Í boði er áframhaldandi vera í úrvalsdeildinni og dugir Værlöse einn sigur til viðbótar til að halda sér áfram á meðal þeirra bestu.
 
 
Liðin mættust í dag á heimavelli Aalborg þar sem Værlöse fór með 83-87 útisigur af hólmi og það dugðu ekki minna en 40 fullar mínútur hjá Skagafjarðarjaxlinum. Axel skellti niður 8 stigum, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en atkvæðamestur í sigurliði gestanna var Drew Maynard með 31 stig og 5 fráköst.
 
Liðin mætast aftur á miðvikudag þar sem Værlöse getur tryggt sæti sitt í deildinni. Í eldsnöggu samtali við Axel sagði hann að Stevnsgade úr 1. deild hefur gefið út að liðið vilji fara upp í úrvalsdeild svo það er ljóst að tapliðið í seríu Værlöse og Aalborg mun falla niður um deild.
  
Fréttir
- Auglýsing -