Hin frægi þjálfari North Carolina háskólans, Dean Smith lést líkt og við greindum frá fyrir stuttu 83 ára gamall. Smith þekkja líkast til flestir þar sem hann þjálfaði sjálfan Michael Jordan á hans háskólaárum og margar aðrar stjörnur. Smith var öðlingur hvar sem hann drap niður fæti og það vitna allir í sömu söguna um kappann þegar að er spurt. Jafnvel að handan er Dean Smith enn að gefa tilbaka og nú er að koma í ljós að í erfðaskrá sinni skildi hann eftir 200 dollara fyrir alla þá leikmenn sem hann þjálfaði.
Þessir 200 dollarar eru hinvegar eyrnamerktir því að leikmenn fari út að borða og eiga að njóta vel. Hér að neðan má sjá mynd af því bréfi sem Dane Calabria leikmaður UNC um miðjan 1990 áratuginn fékk frá lögmanni sem sér um erfðaskrá Dean Smith. Með hverju bréfi er ávísun uppá 200 dollara og lögmaðurinn taldi til að 180 bréf væru send til leikmanna og því um að ræða 36.000 dollara (5 milljónir ISK)




