Haukar gerðu sér ferð til Keflavíkur í kvöld og tryggðu sér oddaleik í einvíginu. Mögnuð frammistaða Hafnfirðinga í fjórða leikhluta landaði þeim 73-80 sigri á Keflvíkingum. Staðan er því 2-2 og oddaleikurinn sjálfur fer fram í Schenkerhöllinni næstkomandi fimmtudag.
Oddaleikurinn á fimmtudag hefst kl. 16:00 í Hafnarfirði.
Keflavík-Haukar 73-80 (20-22, 24-15, 18-18, 11-25)
Keflavík: Davon Usher 24/8 fráköst, Damon Johnson 15/4 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst/6 stolnir, Arnar Freyr Jónsson 8, Gunnar Einarsson 6, Andrés Kristleifsson 6/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4/4 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Guðmundur Jónsson 0/4 fráköst, Reggie Dupree 0.
Haukar: Alex Francis 21/15 fráköst, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst, Kári Jónsson 16, Kristinn Marinósson 15/9 fráköst, Emil Barja 5/8 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2, Kristinn Jónasson 2, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson
Viðureign: 2-2
Mynd/ Axel Finnur – Kári Jónsson fagnaði vel ásamt sínum mönnum í Haukum.



