spot_img
HomeFréttirOddaleikur í Iðu í kvöld

Oddaleikur í Iðu í kvöld

Í kvöld fer fram oddaleikur FSu og Vals í undanúrslitum 1. deildar karla. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 á Selfossi en það lið sem hefur sigur í kvöld mun mæta Hamri í úrslitum deildarinnar um laust sæti í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð. Þegar hefur Höttur tryggt sig upp í úrvalsdeildina.
 
 
FSu tók örugga 1-0 forystu í einvíginu í fyrsta leiknum í Iðu með 106-85 sigri en Valsmenn jöfnuðu metin með sterkum 92-78 sigri í Vodafonehöllinni. Liðin hafa því skipts á tveimur sterkum sigrum og oddaleikurinn í kvöld ætti að verða stórgóð skemmtun.
  
Mynd/ Torfi Magnússon – Collin og félagar í FSu taka á móti Val í kvöld í oddaviðureign liðanna.
Fréttir
- Auglýsing -