spot_img
HomeFréttirValur leiðir í hálfleik í Grindavík

Valur leiðir í hálfleik í Grindavík

Hálfleikstölur í Grindavík, þar sem að heimastúlkur taka á móti Valsstúlkum í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni þessa árs, er 39-43, gestunum í vil. Leikur sem að í raun hefur verið jafn allt frá því að dómarinn flautaði hann á. Munurinn aðeins 2 stig fyrir þennan leik (Grindavík 32 – Valur 30), en þar sem að Valur átti innbyrðisseríu liðanna á tímabili (hvort eð var), dugði þeim aðeins sigur í þessum leik, líkt og Grindavík, til þess að komast í úrslitakeppni þessa árs.

 

Fyrir leikinn höfðu þessi lið mæst þrisvar áður í vetur. Sá fyrsti fór fram í Grindavík 12.11 síðastliðinn og endaði hann með 8 stiga (81-89) sigri gestana úr Val. Annar leikurinn fór fram að Hlíðarenda og endaði með 6 stiga (71-77) sigri Grindavíkur. Síðasti leikur þessara liða fór einnig fram að Hlíðarenda og endaði hann með 14 stiga sigri heimastúlkna í Val. Hægt er að fylgjast með framgangi mála hér.

Fréttir
- Auglýsing -