Helena Sverrisdóttir og stöllur í Polkowice töpuðu sínum fyrsta leik gegn liði WIsla í undanúrslitum en Helena var búin að lýsa liði Wisla líkt og skrímsli en innanborðs liðsins eru leikmenn sem spila í WNBA deildinni. Liðið hefur ekki tapað leik í allan vetur og fátt bendir til að það breytist miðað við lokatölu kvöldsins, 78:54
Helena Sverrisdóttir lék 23 mínútur í leiknum og var í byrjunarliði Polkowice. Hún setti niður 6 stig og tók 3 fráköst.



