spot_img
HomeFréttirÚrslit: 15 ára bið á enda!

Úrslit: 15 ára bið á enda!

Haukar eru á leið undanúrslit úrvalsdeildar karla í fyrsta sinn í 15 ár. Haukar voru rétt í þessu að klára 20 rosalegar mínútur gegn Keflavík í oddaviðureign liðanna í Schenkerhöllinni. Í fyrri hálfleik stefndi allt í magnaðan spennuslag en Haukar slökktu þær vonir körfuknattleiksunnenda á sex mínútna ofurkafla í þriðja leikhluta. Lokatölur leiksins 96-79 Hauka í vil.

 

Alex Francis átti öflugan dag hjá Hafnfirðingum með 30 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Haukur Óskarsson bætti vði 23 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum. Hjá Keflavík var Davon Usher með 16 stig og 9 fráköst og Andrés Kristleifsson geðri 15 stig og tók 5 fráköst.

Með sigrinum í dag er 15 ára bið Hauka á enda en árið 2000 komst liðið síðast inn í undanúrslit úrvalsdeildar en féll þar út gegn Grindavík í oddaleik. 

Mynd/ [email protected] – Haukur Óskarsson með þrjá fingur á lofti, 5 af 7 í þristum hjá kappanum í dag.

Fréttir
- Auglýsing -