Þá er kominn hálfleikur í oddaviðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla en Njarðvíkingar leiða 45-33 í hálfleik.
Stefan Bonneau er með 18 stig og 7 fráköst í liði Njarðvíkinga en Jeremy Atkinson er með 15 stig og 11 fráköst í liði Stjörnunnar. Öflugur varnarleikur heimamanna í öðrum leikhluta er að skapa þetta 12 stiga bil á milli liðanna og verður fróðlegt að sjá hverju vindur fram í síðari háflleik.
Skotnýting liðanna í hálfleik
Njarðvík: Tveggja 50% – þriggja 35% og víti 75%
Stjarnan: Tveggja 28% – þriggja 33% og víti 77%
Mynd/ [email protected] – Jón Orri Kristjánsson opnaði leikinn með troðslu!



