spot_img
HomeFréttirHaukur: Vonast til að klára með einhverju liði

Haukur: Vonast til að klára með einhverju liði

„Ég er að halda mér í formi og vona að ég fái kallið um að klára tímabil annars staðar, hæpið að það gerist enda endasprettur í gangi hjá flestum liðum svo meiri líkur eru á að 8-liða úrslitin í Svíþjóð hafi verið mín síðustu verk á þessu tímabili,“ sagði Haukur Helgi Pálsson leikmaður LF Basket í samtali við Karfan.is.

 

Haukur Helgi er á Íslandi þessa dagana og fylgist grannt með gangi mála í úrslitakeppninni. „Umboðsmaðurinn er bara að vinna í mínum málum og það er frekar langsótt að komast að á öðrum stað svona seint á tímabilinu.“

Samningur Hauks í Svíþjóð er runninn út hjá LF Basket svo hvað er á döfinni fyrir næstu leiktíð?

„Þeir eiga eftir að tala við mig en úrslitakeppnin í Svíþjóð er enn í gangi svo það verður örugglega ekkert rætt fyrr en að henni lokinn en þeir hjá LF tala þannig að þeir vilji fá mig aftur.“

Fréttir
- Auglýsing -