Íþróttamenn ættu nú að vera búnir að átta sig á því að hljóðneminn fyrir framan þá á blaðamannafundum eru opnir og á upptöku. Oftar en ekki segja þeir óæskilega hluti bak við hljóðnemann og halda að ekkert heyrist út.
Stundum eru þessi atvik meinlaus og fyndin líkt og hjá Nigel Hayes hjá Wisconsin háskólanum þar sem hann gleymdi sér í fegurð eins blaðamannsins, en því miður eru þessi atvik oftast af verra taginu.
Andrew Harrison leikmaður Kentucky háskólans gleymdi sér eitt augnablik þegar hann var spurður út í Frank Kaminsky, leikmann Wisconsin háskólans á blaðamannafundi eftir tap Kentucky fyrir einmitt Wisconsin í undanúrslitum NCAA keppninnar. Harrison heyrðist segja miður skemmtileg orð bak við hljóðnemann en óvíst er hvort þetta hafi verið svar við spurningunni eða átt að beinast til blaðamannsins sem lagði hana fyrir. Ekki mjög smekklegt, sér í lagi þar sem Kentucky leikmennirnir höfðu gengið af velli strax eftir leikinn án þess að taka í höndina á andstæðingum sínum sem höfðu sigrað þá.
Gildir einu hvort það var, atvikið var óviðeigandi og þurfa menn að fara að læra á haga sér fyrir framan myndavélar með hljóðnema í andlitinu.



