spot_img
HomeFréttirTölfræðin fyrir einvígi Tindastóls og Hauka

Tölfræðin fyrir einvígi Tindastóls og Hauka

Tindastóll og Haukar mætast í fyrsta leik undanúrslita Domino's deildar karla í kvöld. Tindastóll sópaði Þór Þorlákshöfn og hefur því hvílt ansi lengi á meðan Haukar börðust hetjulega fyrir tilverurétti sínum í úrslitakeppninni gegn Keflavík í 5 leikjum. Leikurinn fer fram í Síkinu, einum allra erfiðasta útivelli allra í deildinni.

 

Þessi lið eru svipuð í leikhraða þó Tindastóll vilji spila örlítið hraðar.

 

Hér mæta tvö feiknarsterk frákastalið, en bæði lið frákasta sitt hvor megin við 43 fráköst í leik. Tindastóll þó heldur duglegri að halda andstæðingum sínum frá fráköstunum svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig sú barátta fer í þessari seríu.

 

Haukar skjóta mikið fyrir utan þó það hafi snarminnkað í leikjunum gegn Keflavík. Það mun því reyna á varnarleik Tindastóls fyrir utan teiginn að halda Haukum frá langskotunum. Þegar liðin eru að skjóta vel fyrir utan eru Tindastólsmenn oft í vanda. Í þeim 5 tapleikjum Tindastóls í vetur skutu andstæðingar þeirra yfir 37% úr þriggja stiga skotum sínum.

 

Skilvirkni Tindastóls í sókn er þónokkuð betri en Hauka, þó hún sé mjög góð hjá Hafnfirðingunum. Varnarskilvirknin er þó örlítið betri hjá Haukum þó ekki muni miklu.

 

 

Útskýringar á öllum hugtökum er að finna hér.

 

  Tindastóll Haukar
  Deildarkeppni Úrslitakeppni Deildarkeppni Úrslitakeppni
  Heima Úti Sigur Tap Heima Úti Heima Úti Sigur Tap Heima Úti
Leikir 11 11 17 5 2 1 11 11 13 9 3 2
Leikhraði (Pace) 87,6 86,9 86,8 88,8 85,0 81,0 86,6 84,0 85,6 84,8 81,4 82,9
Skottilraunir 77,2 77,8 77,2 78,6 76,0 63,0 76,0 74,4 75,1 75,3 69,3 70,5
Villur 20,8 23,0 20,9 25,2 20,5 29,0 19,9 21,0 19,5 21,9 19,3 20,5
Villur andstæðinga 18,3 22,3 19,2 23,8 19,5 26,0 21,4 20,5 20,8 21,1 25,0 20,5
Sóknarfráköst 13,9 13,8 13,5 15,2 17,0 9,0 13,4 13,4 13,0 13,9 11,0 14,0
Varnarfráköst 29,6 27,9 29,6 26,0 29,5 32,0 31,5 28,5 31,6 27,6 32,0 32,0
Heildarfráköst 43,5 41,7 43,1 41,2 46,5 41,0 44,8 41,8 44,6 41,4 43,0 46,0
Sóknarfráköst andstæðinga 11,7 12,3 12,2 11,2 6,5 9,0 9,9 11,9 10,3 11,8 10,7 8,5
Varnarfráköst andstæðinga 25,7 29,7 26,7 31,2 23,0 23,0 28,5 31,0 27,8 32,7 28,0 31,5
Heildarfráköst andstæðinga 37,5 42,0 38,9 42,4 29,5 32,0 38,5 42,9 38,1 44,4 38,7 40,0
Tapaðir boltar 15,1 14,9 13,9 18,6 16,0 13,0 14,3 14,5 13,9 15,0 12,7 16,5
Tapaðir boltar andstæðinga 20,0 17,3 18,9 17,6 20,5 14,0 16,2 15,6 17,0 14,3 15,0 18,0
3ja stiga körfur 6,7 7,4 6,9 7,6 7,0 10,0 7,8 9,0 8,4 8,4 8,3 9,5
3ja stiga skot 21,3 23,6 22,1 23,8 22,5 22,0 26,3 29,4 25,8 30,7 23,0 23,0
3ja stiga nýting 31,8% 30,3% 30,9% 31,6% 31,5% 45,0% 30,5% 30,5% 32,8% 27,2% 37,3% 41,5%
3ja stiga nýting andstæðinga 33,1% 35,9% 33,7% 37,2% 36,5% 38,0% 31,1% 33,0% 27,5% 38,6% 34,7% 28,5%
Stig 95,8 93,3 96,0 89,6 92,5 96,0 90,0 87,9 91,5 85,2 91,7 81,0
Stig andstæðinga 80,9 91,5 82,4 99,4 80,5 85,0 80,3 88,2 76,3 95,7 84,3 78,5
Stigamunur 14,9 1,7 13,6 -9,8 12,0 11,0 9,7 -0,3 15,2 -10,4 7,3 2,5
Framlag 122,2 106,0 121,1 90,2 117,0 119,0 110,3 95,4 112,6 88,7 112,0 88,0
TS% 55,8% 53,0% 55,8% 49,6% 54,1% 63,1% 52,1% 51,7% 53,7% 49,3% 55,6% 50,8%
eFG% 54,0% 50,1% 53,9% 45,9% 53,3% 60,3% 49,9% 49,9% 51,8% 47,0% 52,9% 50,1%
eFG% andstæðinga 47,4% 50,7% 48,1% 52,5% 53,2% 48,4% 46,1% 49,4% 44,1% 53,1% 48,6% 47,3%
Stig per sókn 1,100 1,052 1,110 0,960 1,095 1,199 1,030 1,023 1,063 0,974 1,093 0,989
Stig andstæðinga per sókn 0,919 1,039 0,949 1,080 0,942 1,038 0,935 1,040 0,901 1,113 0,992 0,946
Stig per 100 sóknir 110,0 105,2 111,0 96,0 109,5 119,9 103,0 102,3 106,3 97,4 109,3 98,9
Stig andstæðinga per 100 sóknir 91,9 103,9 94,9 108,0 94,2 103,8 93,5 104,0 90,1 111,3 99,2 94,6
Sóknir 87,0 89,4 86,5 93,8 84,5 80,1 87,3 86,3 86,2 87,7 84,4 82,2
Skorsóknir 45,8 44,5 45,8 42,7 44,5 44,8 42,8 41,4 43,3 40,3 43,8 37,3
Sóknarnýting 52,6% 50,1% 53,0% 45,8% 52,7% 56,0% 48,9% 48,1% 50,1% 46,1% 52,2% 45,5%
Sóknarnýting andstæðinga 43,2% 48,2% 44,6% 49,7% 41,3% 47,6% 43,8% 48,2% 42,0% 51,7% 44,0% 41,9%
Stigaskor í 1. fjórðung 24,9 21,0 23,8 20,0 22,0 18,0 23,5 22,0 23,4 21,9 25,0 18,0
Stigaskor í 2. fjórðung 22,0 21,6 21,9 21,6 21,0 28,0 20,3 20,5 21,5 18,8 19,7 21,5
Stigaskor í 3. fjórðung 24,4 25,3 26,1 20,4 25,5 29,0 24,9 22,2 24,5 22,2 23,0 16,5
Stigaskor í 4. fjórðung 24,5 23,4 24,2 23,2 24,0 21,0 21,3 21,7 22,2 20,4 23,0 25,0
Stigaskor andstæðinga í 1. fjórðung 19,0 21,6 19,6 22,8 19,0 18,0 20,0 22,3 19,5 23,6 21,7 18,0
Stigaskor andstæðinga í 2. fjórðung 17,4 23,1 18,4 26,4 22,5 15,0 19,7 21,5 19,5 22,3 22,7 21,5
Stigaskor andstæðinga í 3. fjórðung 22,1 22,7 22,2 23,2 17,0 29,0 19,5 21,7 18,8 23,3 17,0 19,0
Stigaskor andstæðinga í 4. fjórðung 22,5 20,8 22,2 19,8 22,0 23,0 21,0 20,6 18,6 24,0 19,7 20,0
Stigamunur eftir 1. fjórðung 5,9 -0,6 4,2 -2,8 3,0 0,0 3,5 -0,3 3,9 -1,7 3,3 0,0
Stigamunur eftir 2. fjórðung 4,6 -1,5 3,5 -4,8 -1,5 13,0 0,5 -1,1 2,0 -3,6 -3,0 0,0
Stigamunur eftir 3. fjórðung 2,3 2,5 3,9 -2,8 8,5 0,0 5,4 0,5 5,7 -1,1 6,0 -2,5
Stigamunur eftir 4. fjórðung 2,1 2,5 2,0 3,4 2,0 -2,0 0,3 1,1 3,6 -3,6 3,3 5,0

 

Fréttir
- Auglýsing -