spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Darri Hilmarsson

Lykil-maður leiksins: Darri Hilmarsson

Karfan.is hefur valið Darra Hilmarsson Lykil-mann leiksins eftir fyrstu undanúrslitaviðureign KR og Njarðvíkur. KR vann öruggan 79-62 sigur í leiknum þar sem Darri lét vel að sér kveða.

Darri gerði 15 stig í leiknum (3-5 í þriggja), tók 3 fráköst, gaf 1 stoðsendingu, stal 1 bolta og varði eitt skot. Darri fékk það vandasama verkefni að mestu að dekka Stefan Bonneau og fórst það vel úr hendi. Valið var ekki auðvelt og vitaskuld gerðu þeir Craion og Helgi Már tilkall en þeir fá hér með klapp á bakið fyrir viðvikið en Darri er Lykil-maðurinn í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -