Fyrstu undanúrslitaviðureign Tindastóls og Hauka var að ljúka í Síkinu með sigri heimamanna sem hafa því tekið 1-0 forystu í einvíginu. Lokatölur 94-64 fyrir Tindastól sem senda því jafn hávær skilaboð og KR gerði eftir kjöldráttinn á Njarðvík í gærkvöldi.
Myron Dempsey var með læti í kvöld, gerði 30 stig og tók 14 fráköst í liði Tindastóls. Pétur Rúnar og hans haukfrána sjón galdarði fram 13 stoðsendingar, 5 stig og 6 fráköst og þá var Darrel Lewis með 20 stig og 8 fráköst. Hjá Haukum voru þeir félagar Emil Barja og Kári Jónsson með alveg eins leik ef svo má að orði komast en báðir gerðu þeir 15 stig, tóku 5 fráköst og gáfu 3 stoðsendingar.
Tindastóll-Haukar 94-64 (24-14, 27-20, 15-24, 28-6)
Tindastóll: Myron Dempsey 30/14 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/8 fráköst, Darrell Flake 12/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7, Viðar Ágústsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 fráköst/13 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Hannes Ingi Másson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0.
Haukar: Kári Jónsson 15/5 fráköst, Emil Barja 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 13/6 fráköst, Alex Francis 7/5 fráköst, Kristinn Jónasson 5/7 fráköst, Haukur Óskarsson 5/5 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2, Ívar Barja 1, Hjálmar Stefánsson 1, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Davíð Tómas Tómasson



