Hörður Axel Vilhjálmsson og Úlfarnir frá Weißenfels lokuð enn einum sigrinum á lokaspretti þýsku deildarinnar sl. fimmtudag, núna gegn Phoenix Hagen 65-70.
Hörður setti 11 stig, hitti ágætlega utan af velli en var með ísvatn í æðum þegar komið var á vítalínuna. Setti 6/6 og þar af 2 síðustu víti Úlfanna í leiknum sem gulltryggði sigurinn fyrir þá.
Mikilvægur sigur hjá Úlfunum nú þegar nær dregur loka deildarinnar.
Næsti leikur Úlfanna er á föstudaginn kemur gegn Artland Dragons
Tölfræði leiks.
Myndband úr leiknum.
Mynd: Matthias Kuch



