spot_img
HomeFréttirLele Hardy er að jafna sig

Lele Hardy er að jafna sig

Lele Hardy leikmaður Hauka í Domino's deild kvenna þurfti að fara af velli í leik Keflavíkur og Hauka í gærkvöld vegna doða í kálfa og vanlíðan. Hún var sett í fjölda rannsókna í gærkvöldi, að sögn Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem leiddu líkum að sýkingu í blóði.

 

"Hún fékk næringu í æð og hresstist mikið við það," sagði Ívar í spjalli við Karfan.is. "Fékk smátt og smátt máttinn aftur, svo þeir telja að þetta hafi verið vökvaskortur."

 

Lele er komin heim og er með ágætis kraft í líkamanum að sögn Ívars. "Hún fær góða hvíld í dag og staðan tekin á henni á morgun," bætti hann við.

 

Mynd:  Lele Hardy borin út úr TM-höllinni í gærkvöldi eftir að hún fór að kvarta undan doða í kálfa og vanlíðan. (Davíð Eldur)

Fréttir
- Auglýsing -