spot_img
HomeFréttirCarberry mætir með Hetti í Domino´s-deildina

Carberry mætir með Hetti í Domino´s-deildina

Körfuknattleiksdeild Hattar hefur komist að samkomulagi við Tobin Carberry um að leika áfram með liðinu á næstu leiktíð, Tobin skrifaði undir eins árs samning áður en hann fór af landi brott í sumarfrí. 

Tobin var frábær í liði Hattar sem sigraði 1. deild karla og tryggði sér sæti í Dominos deildinni á næstu leiktíð.  Tobin skoraði 31,2 stig, tók 11 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltli í leik í vetur.?

Frá þessu er greint í tilkynningu frá KKD Hattar.

Fréttir
- Auglýsing -