Ragnar Nathanelson hefur líkt og félagar hans lokið keppni með Sundsvall og við náðum í skottið á dreng í smá viðtal. "Já núna er þetta blessaða tímabil búið og eins mikil vonbrigði og það nú var, þá lærði ég heil mikið á því. Bæði utan sem og innan vallar. Ég hafði svo sem alls ekki hugmynd í hvað ég var að fara í svo þetta var vissulega gott á því leiti. Ég stefni nú á að reyna halda mér úti en ætla bíða rólegur og sjá hvað gerist í sumar, væri auðvitað gaman og "auðveldara" að vera heima og vera hometown hero en ég veit ég á eftir að sjá eftir því ef ég reyni ekki að fara eins langt og ég get." sagði Ragnar í snörpu viðtali
Ragnar hyggst á að ríghalda í landsliðssæti sitt og fara með liðinu á EM í sumar líkt og líkast til flestir aðrir leikmenn liðsins.
"Núna er enginn tími til að slaka á! Eurobasket er fullkomið tækifæri fyrir okkur yngri strákana til að sýna okkur aðeins svo ég ætla bara taka viku pásu max. Annars þarf maður auðvitað að berjast fyrir sínu sæti og ég ætla mér að halda mínu." sagði Ragnar að lokum.



