Vefsetrinu Karfan.is er að vaxa ásmegin í heimsóknum þessa dagana. Hátt í 57 þúsund gestir heimsóttu vefinn í síðustu viku og mældust honum 95 þúsund flettingar á sama tíma. Hvort tveggja eru hæstu gildi frá upphafi mælinga hjá Karfan.is.
Að sama skapi var síðastliðinn marsmánuður einnig sá stærsti frá upphafi en 183 þúsund gestir heimsóttu vefinn í mánuðinum og mældar voru 312 þúsund flettingar á sama tíma.
Allt útlit er fyrir að apríl muni einnig verða stór miðað við það sem liðið er af honum, enda úrslitakeppnin í hámarki hér á Íslandi þessa dagana og áhugasamir körfuboltaunnendur krefjast frétta af hinni fögru íþrótt.
Karfan.is þakkar ykkur lesendum öllum fyrir lesturinn og hjálpina við að gera vefinn að besta körfuboltafréttamiðli landsins.



