Hafnfirðingar elska afskriftir! Nóg hefur verið um þær upp á síðkastið og í kvöld þegar flestir héldu að krókódílarnir í Síkinu myndu kjamsa á leifunum af Haukaliðinu mæta Hafnfirðingar og verða annað liðið á tímabilinu til þess að landa sigri á Sauðárkróki! Lokatölur í Síkinu 79-93 Hauka í vil.
Emil Barja gerði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka og Haukur Óskarsson bætti vi 17 stigum, öllum í síðari háflelik! Hjá Tindastól var Darrel Lewis með 19 stig og 7 fráköst og Myron Dempsey gerði 17 stig og tók 6 fráköst.
Nánar um leikinn síðar…
Tindastóll-Haukar 79-93
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 19/7 fráköst, Myron Dempsey 17/6 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 11, Darrell Flake 11, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4/4 fráköst, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Viðar Ágústsson 0.
Haukar: Emil Barja 19/15 fráköst/7 stoðsendingar, Alex Francis 18/5 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Kári Jónsson 10/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 5, Kristinn Jónasson 5, Hjálmar Stefánsson 3, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson
Mynd úr safni/ Hjalti Árnason



