spot_img
HomeFréttirOddaleikur í Ljónagryfjunni

Oddaleikur í Ljónagryfjunni

 

Þrír leikir fara fram í úrslitakeppnum kvenna í kvöld. Í Ljónagryfjunni í Njarðvík verður blásið til oddaleiks Njarðvíkinga og Stjörnunnar, annar sinnar tegundar þetta tímabilið en félögin mættust eins og allir vita í oddaleik í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla á dögunum. Viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni, liðin hafa unnið sinn leikinn hvert og það lið sem klárar oddaleikinn í kvöld vinnur sér inn sæti í Domiono´s-deild kvenna á næstu leiktíð.

 

Þá fara fram tveir leikir í Domino´s-deild kvenna. Báðir hefjast þeir klukkan 19:15 en í Stykkishólmi mætast Snæfell og Grindavík þar sem staðan er 1-1. Í Keflavík eigast við heimakonur og Haukar þar sem Keflvíkingar leiða 2-0 og með sigri í kvöld geta Keflvíkingar sent Hauka í sumarfrí! 

Snæfell-Grindavík: Viðureign 1-1
Keflavík-Haukar: Viðureign 2-0
Njarðvík-Stjarnan: Viðureig 1-0

 

 

Fréttir
- Auglýsing -