spot_img
HomeFréttirHaukur á reynslu til Laboral Kutxa!

Haukur á reynslu til Laboral Kutxa!

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er á leið til Spánar á reynslu hjá Lboral Kutxa! Liðið er í 5. sæti ACB deildarinnar sem öllu jöfnu er talin sú næststerkasta í heiminum á eftir NBA deildinni. Á heimasíðu Laboral kemur fram að Haukur hafi gert viku langan samning við félagið á meðan hann er til reynslu. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Haukur arkar inn um hlið hjá ACB klúbbi því hann var áður á mála hjá Manresa.

Haukur er þegar farinn af landi brott og mun fara beint í skoðun hjá félaginu. Haukur lék með LF í Svíþjóð sem féll út gegn Sundsvall í 8-liða úrslitum þetta tímabilið. Laboral mun fá viku til að skoða Hauk og ákveða hvort þeir ráði hann til félagsins út leiktíðina.

Fréttir
- Auglýsing -