Nú er kominn hálfleikur í Hveragerði í oddaleik Hamars og FSu í 1. deild karla. Staðan er 46-54 fyrir FSu eftir svakalegan fyrri hálfleik. Hér hefur allt verið í háa drifinu og stemmningin, tja hún er einfaldlega rosaleg! Vitaskuld smekkfullt í Frystikistunni og uppselt.
Collin Pryor er stigahæstur í hálfleik hjá FSu með 18 stig og Hlynur Hreinsson hefur gert 15 stig. Hjá Hamri eru þeir Julian Nelson og Örn Sigurðarson báðir með 13 stig.
Nánar síðar…



