Erik Olson var himinlifandi með lærisveina sína í gærkvöldi þegar FSu tryggði sér sæti í Domino´s-deild karla. Olson sagði Hlyn Hreinsson hafa skipað sér á sess með bestu leikstjórnendum landsins en Hlynur fór mikinn í gærkvöldi. Olson var óspar á hrós til sinna manna enda ekki að ósekju þar sem framlagið kom víða að þennan sigurleikinn.




