Njarðvík hefur lagt fram kæru til KKÍ vegna oddaleiks Njarðvíkur og Stjörnunnar á þriðjudaginn var. Vísir greindi frá þessu fyrr í dag.
Ástæðan er ólöglegur leikmaður í röðum Stjörnunnar í leiknum, en það hefur verið staðfest af Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.
Sara Diljá Sigurðardóttir hefur áður verið leikmaður Vals en er á lánssamningi milli Vals og Stjörnunnar. Hún er þó meðal þeirra sjö leikmanna Vals sem leikið hafa hvað mest að meðaltali í vetur og telst því ekki lögleg sem leikmaður Stjörnunar samkvæmt kæru Njarðvíkur.
Sara lék 28 mínútur í umræddum leik, skoraði 9 stig og tók 10 fráköst.
Mynd: Sara Diljá (í bláu) í umræddum leik gegn Njarðvík. (Davíð Eldur)



