Í kvöld mætast Grindavík og Snæfell í fjórða undanúrslitaleik liðanna í Domino´s-deild kvenna. Íslands- og deildarmeistarar Snæfells leiða einvígið 2-1 og geta með sigri í kvöld komið sér inn í úrslit. Vinni Grindavík verður oddaleikur í Stykkishólmi en viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í Röstinni.
Snæfell vann fyrsta leikinn örugglega 66-44 en Grindavík jafnaði 1-1 með 79-72 sigri í Röstinni. Þriðji leikurinn fór fram í Stykkishólmi þar sem Snæfell vann öruggan 69-48 sigur.
Mynd/ Davíð Eldur



