Þá er komið að því að tvö bestu lið deildarkeppninnar mætist nú í þriggja sigurleikja úrslitaviðureign. Þessi lið hafa á einhvern hátt verið á sömu sporbraut í allan vetur og því fæstir gapandi yfir því að nú skelli þau saman núna.
Bæði lið "matcha" nokkuð vel upp á móti hvoru öðru. Bæði lið hafa kosið hægan bolta í úrslitakeppninni með um 81 í pace en mun hraðari bolta í deildinni eða um 87. Frávikin eru hins vegar minni hjá KR og virðast þeir eiga mun auðveldara með að stjórna tempóinu en önnur lið.
Bæði lið eru frábær frákastalið með um 44-45 fráköst í leik í vetur. Bæði lið höfuð umtalsvera yfirburði gagnvart andstæðingum sínum í þeirri deild í undanúrslitunum. Bæði lið leita annað hvort inn í teiginn eða skjóta fyrir utan. Miðfærisleikurinn er ekki í forgangi hjá þeim.
Tindastóll hitti illa fyrir utan gegn Haukum eða 23,8% en hafa hitt um 30% fyrir utan í allan vetur. KR-ingar eru öflugri þegar kemur að þriggja stiga skotinu með um 37% nýtingu í allan vetur og 34% gegn Njarðvík.
Tapaðir boltar geta hins vegar orðið vandamál fyrir KR og Tindastólsmenn gjarnir að láta menn tapa boltum. Haukar 15,8 boltum í leik gegn Tindastóli og KR tapaði 14,6 gegn Njarðvík. Takist KR illa að halda boltanum gæti þessi sería runnið þeim úr greipum.
Tindastóll hafði hins vegar mun meiri yfirburði gegn Haukum en KR hafði gegn Njarðvík og þá er ekki átt við fjölda leikja. Stigamunur í hverjum fjórðung var að meðaltali 3,4 stig hjá Tindastóli en 0,9 hjá KR.
Tindastóll getur ekki beitt sömu aðferðum og þeir gerðu gegn Haukum – að senda menn á línuna – því 6-7 manna rotation hópurinn hjá KR er með um eða yfir 70% vítanýtingu.



