spot_img
HomeFréttirÚrslit: KR 1-0 Tindastóll

Úrslit: KR 1-0 Tindastóll

Nóg eftir á tanknum hjá KR sem áðan tók 1-0 forystu gegn Tindastól í úrslitum Domino´s-deildar karla. Lokatölur 94-74 þar sem Brynjar Þór Björnsson setti KR snjóflóðið af stað og eftir það litu röndóttir ekki til baka. Liðin mætast aftur á fimmtudag í öðrum leik rimmunnar en þá er leikið í Síkinu. 

Fyrir ykkur sem hélduð að deildarmeistarar KR væru mögulega þreyttir þá svöruðu þeir því nokkuð afgerandi í kvöld.

KR-Tindastóll 94-74

KR: Brynjar Þór Björnsson 22/12 fráköst, Michael Craion 21/16 fráköst/7 varin skot, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 13/6 fráköst, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 4, Pavel Ermolinskij 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Darri Freyr Atlason 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 18/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/9 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Sigurður Páll Stefánsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Darrel Keith Lewis 6/7 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 4, Finnbogi Bjarnason 2, Hannes Ingi Másson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson

Viðureign: KR 1-0 Tindastóll

Mynd/ Bára Dröfn
 

Fréttir
- Auglýsing -