Menn geta endalaust rifist um hvaða leikmaður NBA deildarinnar sé sá besti frá upphafi. Tveir herbergisfélagar í State College í Pensilvaníu fóru með ágreininginn upp á næsta stig.
Lögregla var kölluð inn á heimavist State College um helgina þar sem þessir félagar höfðu flogist á um hvor væri bestur allra tíma, LeBron James eða Michael Jordan. Daniel Mondelice, 22 ára nemandi í skólanum hefur nú verið ákærður í kjölfarið fyrir grófa líkamsárás og hótanir í garð annarra nemenda.
Ekki fylgdi sögunni með hvorum Mondelice hélt með.
Heimild: The Daily Collegian



