spot_img
HomeFréttirDempsey enn undir eftirliti

Dempsey enn undir eftirliti

Stefán Jónsson formaður KKD Tindastóls sagði við Karfan.is nú í morgun að Myron Dempsey væri enn undir eftirliti og ætti eftir að fara í heimsókn á sjúkrahúsið á Sauðárkróki á eftir. „Við verðum bara að vona að það verði jákvætt,“ sagði Stefán.

 

Eins óttuðust menn um að Darrell Flake væri frá vegna meiðsla en Stefán sagði að Flake yrði á sínum stað í kvöld. Dempsey lék ekki með í fyrsta leik sem KR vann örugglega og t.d. frákastabaráttuna með helmingsmun. 

Tindastóll-KR í kvöld kl. 19:15
Leikur 2
Staðan í einvíginu: KR 1-0 Tindastóll

Fréttir
- Auglýsing -