Tindastóll var rétt í þessu að jafna úrslitaeinvígið gegn deildarmeisturum KR í Domino´s-deild karla. Liðin áttust við í Síkinu á Sauðárkróki þar sem heimamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur. Lokatölur 80-72 Tindastól í vil. Stórsigur fyrir Stólana sem eins og flestum er kunnugt léku án Myron Dempsey í leiknum.
Darrel Lewis gerði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Tindastóls og Darrell Flake bætti við 22 stigum og 6 fráköstum. Hjá KR var Michael Craion atkvæðamestur með 24 stig og 11 fráköst.
Rétt eins og í fyrsta leiknum vann KR frákastabaráttuna í kvöld, henni lauk 37-40 sem er þó mun laglegri tölur fyrir krókódílana úr Síkinu en úr fyrsta leik þar sem KR hafði algera yfirburði í frákastabaráttunni.



