spot_img
HomeFréttirReal, Fenerbache, CSKA og Olympiacos mæta til Madrid

Real, Fenerbache, CSKA og Olympiacos mæta til Madrid

Nafnið Georgios Printezis er líkast til eitthvað sem fáir hafa heyrt í körfuboltaheiminum en þessi drengur brenndi nafn sitt svo sannarlega í stuðningsmenn Olympiacos í gærkvöldi þegar hann setti niður þrist fyrir sigri gegn liði Barcelona og um leið tryggði farseðil til Madrid í Final Four í Euroleague. 

Leikurinn í heild sinni var hreint út sagt ótrúlegur. Í fjórða leikhluta einum og sér skiptust liðin á forystu níu sinnum og sex sinnum var leikurinn jafn.  Barcelona hafði unnið fyrsta leikinn í seríunni en Olympiacos tók svo næstu 3 og slógu Barcelona úr keppni með glæsibrag. 

Í hinum viðureignum voru það Real Madrid sem tók Efes Istanbul 3:1 en Real sigraði fyrstu tvo í seríunni.  CSKA Moskva sigruðu lið Panathiniakos einnig 3:1 eftir að hafa komist í 2:0 í seríunni og að lokum voru það Fenerbache sem komu nokkuð á óvart og sópuðu núverandi meisturum Euroleague, Maccabi Tel Aviv í fríið með 3:0 sigri í þeirri rimmu. 

Úrslit keppninar fara fram í Madrid og hefjast 15. maí

Fréttir
- Auglýsing -