spot_img
HomeFréttirKR Íslandsmeistarar í 9. flokki karla

KR Íslandsmeistarar í 9. flokki karla

Haukar og KR mættust í 9 flokki karla í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi. KR hóf leik 3-10 en Haukar fóru að beita sér betur varnarlega og náðu að saxa á 9-10 og staðan eftir fyrsta hluta 9-14 fyrir KR. Þegar staðan var 18-20 og þurftu Haukar á sóknarframlagi frá fleirum að halda en af þessum 18 stigum hafði Hilmar Pétursson skorað 14 en þeir voru að elta með litlum mun. Staðan í hálfleik var 24-26 fyrir KR.

 

Gríðalega jafn leikur var áfram í gangi hjá liðunum í seinni hálfleik og var áþreifanleg spenna í húsinu þegar staðan var 34-34 undir lok þriðja leikhluta. KR leiddi þó 34-36 í lok hans og voru Alex Rafn og Sigvaldi að fara fyrir sínum mönnum þó gott framlag kæmi frá fleirum. KR héldu velli við mikinn ágang Hauka og verulega farið að aukast spennan í fjórða leikhluta en KR yfir 39-42.

Haukar jöfnuðu 42-42 og voru að taka mikið af sóknarfráköstum og fráköstum heilt yfir og fengu annan séns í sóknum sínum sem þeir hefðu mátt nýta betur oft á tíðum til að komast yfir og ná forystu en þeir áttu einnig mikið af þriggja stiga skotum sem ekki duttu eða 3/29 eð 10%.

KR hins vegar að taka mikið fleiri skot sem þeir nýttu að sama skapi ekki nægjanlega til að taka meiri forystu. Mikil reikistefna var í leiknum undir lokin og taugarnar þandar. KR héldu sér í naumri forystu og lönduðu sigri 43-46 og eru íslandsmeistrar í 9 flokki karla. Sigvaldi Eggertsson leikmaður KR var maður leiksins með 14 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Stigahæstur Hauka var Hilmar Pétursson með 24 stig og 7 fráköst.

Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -