spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna

Keflavík Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna

Það var sannakallaður nágrannaslagur í Stykkishólmi þegar Keflavík og Njarðvík mættust í 10. flokki kvenna. Keflavík komu sér í 7-0 með mikilli baráttu og pressuðu vel við innköst Njarðvíkur sem töpuðu boltum og vantaði smá einbeitingu á fyrstu skrefunum en Hulda Ósk bætti úr stigaþurrðinni og skellti einum þrist. Hinsvegar leiddu Keflvíkingar 15-3 nokkuð örugglega en Njarðvík bættu í og staðan eftir fyrsta hluta 15-3.

Njarðvíkingar hófu að skipta í vörninni og minnkuðu muninn í 15-11 strax í upphafi annars leikhluta og voru ekki hættar þar því með skipulögðum sóknum jöfnuðu þær metin 15-15. Birna Valgerður fór fyrir Keflavíkurstúlkum og áttu Njarðvíkingar í basli með hana og Keflavík komu sér í forystu í hálfleik 22-17. Birna var komin með 7 stig og 5 fráköst fyrir Keflavík en hjá Njarðvík voru Hulda og Hera með 5 stig hvor.

Keflavík sýndu klærnar í þriðja leikhluta og komust vel yfir 33-21 og voru eldsprækar og hittu vel. Katla Rún kom þeim svo í 37-21 með stórþrist en lokatölur í þriðja hluta voru 37-23 og staða Njarðvíkur fór harðnandi. Birna Valgerður átti stórann kafla með tvö stig undir körfunni og svo þrist strax í næstu sókn og Keflavík voru komnar í mjög örugga 20 stiga forystu 46-26. Keflavík kláraði leikinn 57-30 og eru þar með Íslandmeistarar 10. flokks kvenna. Kona leiksins var Birna Valgerður hjá Keflavík með 18 stig og 12 fráköst. Stigahæst hjá Njarðvík var Sigrún Elfa með 9 stig og 4 fráköst.

Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -