spot_img
HomeFréttirSúper-Sunnudagur

Súper-Sunnudagur

Í dag verður sannkallaður súper-sunnudagur í íslenskum körfubolta því fjórir Íslandsmeistaratitlar munu fara á loft í Stykkishólmi og þá fer fram þriðja viðureign KR og Tindastóls í úrslitum Domino´s-deildar karla.

 

Úrslitahelgi yngri flokka stendur sem hæst í Stykkishólmi og hefst fjörið kl. 11:00 þegar Keflavík og Grindavík eigast við í 9. flokki stúlkna. Keflavík og ÍR leika svo til úrlsita kl. 13 í 10. flokki drengja og kl. 15:00 mætast Haukar og Keflavík í stúlknaflokki. Síðasti leikur helgarinnar í úrslitum yngri flokka verður svo slagur Grindavíkur/Þórs gegn Haukum í drengjaflokki kl. 17:00.

Á slaginu 19:15 hefst svo þriðja úrslitaviðureign KR og Tindastóls í DHL-Höllinni en staðan í einvíginu er 1-1 þar sem Tindastólsmenn jöfnuðu með fræknum sigri í Síkinu síðastliðinn fimmtudag. 

Allir leikir dagsins

26-04-2015 11:00 9. flokkur stúlkna Keflavík 9. fl. st.   Grindavík 9. fl. st. Stykkishólmur
26-04-2015 13:00 10. flokkur drengja Keflavík 10. fl. dr.   ÍR 10. fl. dr. Stykkishólmur
26-04-2015 15:00 Stúlknaflokkur Haukar st. fl.   Keflavík st. fl. Stykkishólmur
26-04-2015 17:00 Drengjaflokkur Grindavík/Þór Þ. dr. fl.   Haukar dr. fl. Stykkishólmur
26-04-2015 19:15 Úrvalsdeild karla KR   Tindastóll DHL-höllin
Fréttir
- Auglýsing -