spot_img
HomeFréttirFer sá stóri á loft í Hólminum í kvöld?

Fer sá stóri á loft í Hólminum í kvöld?

Þriðja úrslitaviðureign Snæfells og Keflavíkur fer fram í Breiðafjarðarhöllinni í Stykkishólmi í kvöld. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 en Hólmurum dugir sigur í kvöld til þess að verða Íslandsmeistari annað árið í röð! Staðan í einvíginu er 2-0 Snæfell í vil eftir tvo hörkuspennandi leiki. Takist Keflavík að vinna í kvöld verður fjórða viðureign liðanna á þeirra heimavelli þann 30. apríl næstkomandi.

 

Snæfell vann fyrsta leikinn 75-74 þar sem Hildur Sigurðardóttir lenti tveimur pressuvítum sem reyndust síðustu stig leiksins. Í öðrum leiknum varð níu stiga sigur raunin þar sem Kristen McCarthy sýndi enn eina ferðina hvers hún er megnug með 43 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta og hlaut fyrir vikið 48 framlagsstig. 

Það verður veisla í Hólminum í kvöld og viðureign liðanna í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. 

Staðan í einvíginu: Snæfell 2-0 Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -