spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Kristen í fantaformi og Snæfell leiðir

Hálfleikur: Kristen í fantaformi og Snæfell leiðir

Kominn er hálfleikur í þriðju úrslitaviðureign Snæfells og Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna. Snæfell leiðir 45-35 í hálfleik.

 

Kristen Denise McCarthy hefur farið mikinn þennan fyrri hálfleikinn í liði Snæfells með 20 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. María Björnsdóttir lokaði fyrri hálfleik með körfu þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik en stoðsendinguna átti Kristen McCarthy sem var glæsileg og hnitmiðuð í fang Maríu sem læddi sér upp endalínuna og sendi Hólmara með fjörið inn í hálfleikinn.

Hjá Keflavík hefur Sara Rún Hinriksdóttir farið fyrir sveitinni með 13 stig og 5 fráköst.

Mynd/ [email protected] – Kristen hefur reynst Keflvíkingum erfið í fyrri hálfleik í Breiðafjarðarhöllinni.

Fréttir
- Auglýsing -