Hildur Sigurðardóttir er hætt og hún kvaddi með látum enda fagnaði hún Íslandsmeistaratitlinum með Snæfell í gærkvöldi. Snæfell lagði þá Keflavík 3-0 í úrslitaseríunni en þessi einn af okkar allra bestu bakvörðum á að baki langan og farsælan feril. Karfan TV ræddi við Hildi eftir leik í Stykkishólmi. Hildur kvaðst í góðu líkamlegu formi en að nú væri þetta bara orðið fínt.



