spot_img
HomeFréttirMbl.is: Helena í viðræðum við Hauka

Mbl.is: Helena í viðræðum við Hauka

Körfuknatt­leiks­kon­an Helena Sverr­is­dótt­ir er í samn­ingaviðræðum við Hauka um að leika með fé­lag­inu á næstu leiktíð í efstu deild kvenna. Þetta staðfesti Helena í sam­tali við mbl.is í dag.

Í frétt Mbl.is segir einnig:

Helena lék með pólska liðinu Pol­kowice í pólsku úr­vals­deild­inni í vet­ur þar sem hún féll úr leik með liðinu í undanúr­slit­um.

Helena hef­ur verið er­lend­is í átta ár og hef­ur spilað víða, þar á meðal í banda­ríska há­skóla­bolt­an­um, Slóvakíu, Ung­verjalandi og nú síðast í Póllandi.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ist hún spennt fyr­ir því að koma heim í alla­vega eitt ár en tók þó skýrt fram að það væru aðeins viðræður í gangi við Hafn­ar­fjarðarliðið og ekk­ert lægi fyr­ir að svo stöddu. 

Hún verður væn­ta­lega með ís­lenska landsliðinu á smáþjóðal­eik­un­um sem fram fara í júní.

Fréttir
- Auglýsing -