Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í samningaviðræðum við Hauka um að leika með félaginu á næstu leiktíð í efstu deild kvenna. Þetta staðfesti Helena í samtali við mbl.is í dag.
Í frétt Mbl.is segir einnig:
Helena lék með pólska liðinu Polkowice í pólsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem hún féll úr leik með liðinu í undanúrslitum.
Helena hefur verið erlendis í átta ár og hefur spilað víða, þar á meðal í bandaríska háskólaboltanum, Slóvakíu, Ungverjalandi og nú síðast í Póllandi.
Í samtali við Morgunblaðið segist hún spennt fyrir því að koma heim í allavega eitt ár en tók þó skýrt fram að það væru aðeins viðræður í gangi við Hafnarfjarðarliðið og ekkert lægi fyrir að svo stöddu.
Hún verður væntalega með íslenska landsliðinu á smáþjóðaleikunum sem fram fara í júní.



