spot_img
HomeFréttirStarf á Íslandi minn fyrsti kostur

Starf á Íslandi minn fyrsti kostur

Borce Ilievski losnaði undan samning hjá Breiðablik í síðasta mánuði og segir hann nú skilið við Kópavogsfélagið eftir þriggja ára starf. Borce sagði Karfan.is að hann væri á höttunum á eftir starfi á Íslandi og það væri hans fyrsti kostur þar sem fjölskylda hans hefði komið sér fyrir hérlendis.

 

„Ég get ekki sagt að tími minn hjá Blikum hafi verið annað ásættanlegur, ég er amk sáttur við mín störf þar á bæ. Á síðustu þremur árum missti félagið meira en 20 leikmenn en það er allt of mikið," sagði Borce og bætti við að ákvörðun hans og stjórnar Blika um að gefa ungu leikmönnum félagsins tækifæri á því að spreyta sig í meistaraflokki hafi verið erfitt en ákvörðunin hafi verið rétt enda gríðarlega efnilegir leikmenn á efstu stigum yngri flokka hjá Blikum. „Ég er viss um að þarna eru nokkrir af framtíðarleikmönnum Íslands og ég er mjög stoltur af þeim öllum," sagði Borce. 

„Yngriflokkarnir í Breiðablik eru orðnir afar farsælir og mikið af leikmönnum frá Blikum sem komast í yngri landsliðin og það gleður mig mikið," sagði Borce sem upplifði góðan stuðning innan félagsins. „Ég vil líka þakka leikmönnunum því það voru mín forréttindi að fá að þjálfa þá," sagði Borce en hvað er þá í farvatninu hjá þjálfaranum?

„Ég hef fengið nægan tíma til að hvíla mig, greina mín störf og hressa upp á sjálfan mig sem þjálfara fyrir nýtt verkefni, nýtt lið. Í augnablikinu er ég að leita eftir starfi hér á Íslandi sem er minn fyrsti kostur þar sem fjölskylda mín hefur sest hér að. Ég er engu að síður opinn fyrir öllum kostum og einn þessara kosta er verkefni í Svíþjóð en eins og ég sagði vonast ég frekar eftir liði í úrvalsdeildinni hér á Íslandi." 

Fréttir
- Auglýsing -