spot_img
HomeFréttirMargrét og Marín taka við Keflavík

Margrét og Marín taka við Keflavík

Keflvíkingar hafa ráðið nýtt þjálfarateymi á kvennalið félagsins en Margrét Sturlaugsdóttir hefur tekið við þjálfun liðsins og Marín Rós Karlsdóttir verður henni til aðstoðar. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Keflavíkur í kvöld.

Margrét er einnig landsliðsþjálfari U16 ára stúlkna og þá hefur Marín Rós verið með yngri flokka hjá Keflavík en báðar eru þær fyrrum leikmenn Keflavíkur. 

Mynd/ Facebook-síða Keflavíkur – Frá vinstri: Margrét Sturlaugsdóttir, Sævar Sævarsson varaformaður KKD Keflavíkur og Marín Rós Karlsdóttir. 

Fréttir
- Auglýsing -