spot_img
HomeFréttirCavs og Rockets jafna metinn

Cavs og Rockets jafna metinn

Cleveland Cavaliers og Houston Rockets létu hirða af sér heimavöllinn í fyrsta leik sínum í fjórðungsúrslitunum í NBA deildinni. Það var hins vegar morgunljóst að þessi lið þyrftu nú að bregðast við til að halda lífi í seríunum.

 

LeBron James leiddi sína menn í Cavaliers til sigurs á Chicago Bulls í öðrum leiknum, 91-106 með 33 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Varnarleikur Bulls var ekki eins sterkur í öðrum leiknum og hann var í þeim fyrsta. Bulls vissu það strax eftir fyrsta leikinn að sigur í honum þýddi ekkert og sást það á viðbrögðum þeirra – það þarf að vinna 4 leiki.

 

Jimmy Butler var stigahæstur í liði Bulls með 18 stig en Derrick Rose bætti við 14 stigum, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum, þó skotið væri ekki að detta fyrir hann. Derrick Rose hefur nú spilað tvo leiki án þess að fá stakt vítaskot en á hinum endanum hefur Kyrie Irving tekið yfir 20.

 

Houston Rockets tókst að innsigla 109-115 sigur á Los Angeles Clippers þrátt fyrir 19,2% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Chris Paul er enn fjarri góðu gamni með meiðsli á aftanverðu læri. 

 

James Harden átti góðan leik fyrir Houston með 32 stig og 7 stoðsendingar en Blake Griffin leiddi Clippers með 34 stig og 15 fráköst.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -