Stjórn Hamars hefur skrifað undir samninga við Odd Ólafsson, Örn Sigurðarson og Þorstein Gunnlaugsson fyrir átökin næsta vetur. Oddur er kominn aftur í Hamar eftir nokkura ára fjarveru í Val og Þorlákshöfn en hann þekkir vel til í Frystikistunni þar sem hann sleit nokkrum pörum af barnskóm í sínum körfuboltauppvexti.
Þeir félagar Örn og Þorsteinn voru í framvarðarsveit Hamars sl.vetur og settu saman að mt. 31,3 stig og tóku 18,3 fráköst og sýndu á góðum degi að erfitt var að standast þeim snúning í teignum.
Myndin er af þeim félögum með Lárusi Inga Friðfinnssyni sem er með pennan á lofti þessa dagana.



