Derrick Rose tryggði Chicago Bulls sigur í þriðja leik liðsins við Cleveland Cavaliers í fjórðungsúrslitum NBA deildarinnar. Með sigrinum komust Bulls 2-1 yfir gegn Cavs í seríunni.
Cavs höfðu haft yfirhöndina megnið af leiknum eða þar til um miðjan þriðja hluta þegar Bulls tóks að jafna leikinn og halda honum jöfnum allt til lokamínútunnar. Í stöðunni 96-96 náði Derrick Rose ótrúlegu skoti af á lokasekúndu leiksins sem small af spjaldinu ofan í körfuna.
Derrick Rose skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Hjá Cavs var LeBron James með stórleik fyrir utan boltana 7 sem hann tapaði í leiknum. Hann skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Athygli blaðamanna eftir leikinn vakti sú staðreynd að Kyrie Irving gaf enga stoðsendingu í leiknum.
Los Angeles Clippers gjörsigruðu Houston Rockets í LA í nótt eftir að hafa endurheimt Chris Paul úr meiðslum fyrir leikinn. JJ Redick leiddi Clippers með 31 stig og 5/6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Austin Rivers átti góða innkomu af bekknum með 25 stig, 10/13 í skotum og 6 fráköst. Clippers hafa því tekið 2-1 forystu í rimmunni.
Mynd: David Banks (USA Today Sports)



