Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið með tilheyrandi verðlaunaveitingum í gær. Þar var kraftframherji karlaliðssins, Þröstur Leó valinn besti leikmaður tímabils, á meðan að kvennamegin var það hin kyngmagnaða Sara Rún sem hreppti hnossið.
Af öðrum verðlaunum þetta kvöldið voru það Andrés hinn efnilegi að austan og Thelma Dís sem fengu styttur fyrir mestar framfarir á tímabilinu, bestu varnarmenn félagsins voru svo Guðmundur Jónsson og Sandra Lind og að lokum voru Sara Rún, Ingunn Embla, Davíð Páll, Þröstur og Sandra Lind valin í úrvalslið þessa árs.
Að lokum voru það svo Eysteinn og Marín Laufey sem þóttu hafa skarað framúr í leikjum unglingaflokks þetta árið.
Hér má sjá nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingu kvöldsins.
Myndir / Hermann Helgason



