Flautukörfur hafa alltaf verið partur af NBA deildinni og þessi úrslitakeppni sem er í gangi núna ætlar ekki að verða nein undantekning. Skoraðar voru þrjár slíkar á þremur sólarhringum um helgina.
Derrick Rose kom Chicago Bulls 2-1 yfir gegn Cleveland Cavaliers í fjórðungsúrslitum NBA deildarinnar á föstudagskvöldið. Paul Pierce kom Washington Wizards 2-1 yfir gegn Atlanta Hawks með skoti á lokasekúndunni. Að lokum jafnaði LeBron James metinn 2-2 fyrir Cleveland Cavaliers með skoti á lokasekúndu fjórða leiks liðanna í gærkvöldi.
Derrick Rose og Paul Pierce notuðu báðir spjaldið til að koma boltanum ofan í en aðspurður um hvort hann hafi kallað spjaldið þegar hann skaut sagði Pierce: "I called game!" Þar hafiði það. "Sannleikurinn" hefur talað.
Mynd: USA Today Sports



