spot_img
HomeFréttirYngri landsliðin á leið til Solna

Yngri landsliðin á leið til Solna

Norðurlandamót yngri landsliða fer fram í Solna í Svíþjóð næstu daga en mótið hefst á morgun þegar íslensku U16 og U18 ára landsliðin leika gegn Eistlandi. Liðin héldu út í morgun sem og tveir vaskir fulltrúar frá okkur á Karfan.is sem flytja munu brakandi ferskar fréttir úr Solna- og Vasalundhallen í Solna.

Leikirnir verða í beinni tölfræðilýsingu á KKÍ.is sem og stöðugur fréttaflutningur hér á karfan.is. 

Hér að neðan gefur að líta leikjadagskránna næstu daga, leiktímar eru staðartímar en Svíþjóð er tveimur klukkustundum á undan Íslandi:

13. maí · Miðvikudagur 
WU18 · 17:00 · Iceland – Estonia
WU16 · 17:00 · Iceland – Estonia
MU16 · 19:00 · Iceland – Estonia
MU18 · 19:00 · Iceland – Estonia

14. maí · Fimmtudagur
MU16 · 11:00 · Norway – Iceland
WU16 · 11:00 · Norway – Iceland
MU18 · 17:00 · Norway – Iceland
WU18 · 21:00 · Norway – Iceland

15. maí · Föstudagur
MU18 · 15:00 · Finland – Iceland
MU16 · 15:00 · Finland – Iceland
WU16 · 17:00 · Finland – Iceland
WU18 · 19:00 · Finland – Iceland

16. maí · Laugardagur
MU16 · 13:00 · Iceland – Sweden
WU18 · 17:00 · Iceland – Sweden
MU18 · 19:00 · Iceland – Sweden
WU16 · 19:00 · Iceland – Sweden

17. maí · Sunnudagur
MU16 · 13:45 · Denmark – Iceland
WU18 · 14:30 · Denmark – Iceland
WU16 · 15:00 · Denmark – Iceland
MU18 · 16:15 · Denmark – Iceland

Íslensku hóparnir

Mynd/ Frá NM 2014

Fréttir
- Auglýsing -