spot_img
HomeFréttirBorce verður yfirþjálfari yngriflokka ÍR

Borce verður yfirþjálfari yngriflokka ÍR

Körfuknattsleiksdeild ÍR hefur samið við Borce Illievski Sansa til þriggja ára um að taka að sér þjálfun yngra flokka hjá félaginu auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka ásamt Sigurði Gíslasyni. Körfuknattleiksdeildin er afar ánægð með að fá Borce til félagsins sem þar sem um afar reynslumikinn og færan þjálfara sé að ræða sem mun koma með mikil gæði i okkar starf…segir í tilkynningu frá félaginu. 

Sjálfur kvaðst Borce afar ánægður með að vera kominn á mála hjá ÍR. „Þetta er lið í mínu nágrenni og ég mun leggja mikið á mig til þess að hjálpa til við að koma ÍR inn í dýrðardaga félagsins. Ég fékk nokkur tilboð til viðbótar og langar mig til að segja takk við þá aðila en ÍR er mín niðurstaða og ég trúi því að við munum vinna mikið og gott starf saman,“ sagði Borce.

Mynd/ Borce t.v. ásamt Þorsteini Inga Garðarssyni formanni unglingaráðs ÍR. 

Fréttir
- Auglýsing -