Það var eins og lok væri á körfunni fyrstu mínúturnar í leik Íslands og Noregs í U18 kvenna. Ekkert vildi ofan í. Fyrsta karfan kom frá Noregi þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum.
Baráttan var öll Noregs megin í upphafi leiks. Íslandi gekk mjög illa að fóta sig í sóknarleiknum. Svæðisvörn Noregs lokaði á allt en það var einna helst Eva Margrét Kristjánsdóttir sem hélt Íslandi inni í leiknum með sterkum leik undir körfunni.
Svæðisvörn Norðmanna tók mikið úr þeim þegar líða tók á fyrri hálfleik. Ísland nýtti sér það og sótti stíft að körfunni og var einnig að setja skotin fyrir utan. Það gerðu Norðmenn líka. Stökkskotin voru að detta fyrir bæði lið en aðeins 3 stig skildu liðin af í hálfleik, 31-28 Norðmönnum í vil.
Fyrstu 30 mínútur leiksins tóku Norðmenn 18 fráköst og var það undirstaðan í því að þær náðu að halda Íslandi frá sér framan af.
4. hluti var 10 mínútur af háspennukeyrslu. Íslensku stúlkurnar héldu þeim norsku frá körfunni í fráköstunum en þær síðarnefndu náðu aðeins 1 sóknarfrákasti allan 4. hluta. Sóknarleikurinn gekk smurt þar til opið skot fannst.
Með miklum karakter og seiglu tókst Íslandi að jafna leikinn þegar 3 mínútur voru eftir. Því næst sigldu þær fram úr með skynsömum og nokkuð afslöppuðum körfubolta þrátt fyrir spennuþrungið andrúmsloft í pökkuðum sal nr. 2 í Solnahallen.
Mikill karaktersigur, 46-53 fyrir Íslandi gegn Noregi í U18 kvenna.
Baráttan var engu síður háð á pöllunum þar sem fylgjendur norska liðsins reyndi að eiga í þá íslensku, sem höfðu hátt og studdu vel við íslensku stúlkurnar.



