spot_img
HomeFréttirReal Madrid og Olympiacos leika til úrslita í Euroleague

Real Madrid og Olympiacos leika til úrslita í Euroleague

Úrslit Euroleague fara fram annað kvöld í Barclaycard Center í Madríd á Spáni. Heimamenn í Real Madrid leika þá til úrslita gegn gríska stórliðinu Olympiacos. Real Madrid komst í úrslit með sterkum sigri á Fenerbache en Olympiacos marði miðanna í úrslitin eftir spennusigur gegn CSKA Moskvu.

Vassilis Spanoulis setti rosalegan þrist fyrir Olympiacos í undanúrslitunum gegn CSKA Moskvu og kom Grikkjunum í 69-66 þegar níu sekúndur lifðu leiks. Sjá samantekt frá undanúrslitaleik Olympiacos og CSKA Moskvu hér að neðan:

Real Madrid vann Euroleague síðast árið 1995 en Olympiacos vann síðast árin 2012 og 2013. Þrátt fyrir að tuttugu ár séu síðan Real Madrid vann keppnina síðast er liðið engu að síður það sigursælasta í Euroleague með 8 sigra en Olympiacos er í 6.-9. sæti með 3 sigra eins og Milano, Riga og Spilt. 

Úrslit undanúrslitaleikjanna

Real Madrid 96-87 Fenerbache Ulker
Gustavo Ayon var stigahæstur í liði Real Madrid með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en hjá Fenerbache var Andrew Goudelock með 26 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. 

Olympiacos 70-68 CSKA Moskva
Georgios Printezis var stigahæstur hjá Olympiacos með 14 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og goðsögnin Vassilis Spanoulis bætti við 13 stigum. Hjá CSKA Moskvu var Nando De Colo með 18 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. 

Úrslitaleikurinn (20:00 að staðartíma) – 17. maí
Real Madrid-Olympiacos

Bronsleikurinn (17:00 að staðartíma) – 17. maí
Fenerbache Ulker – CSKA Moskva

Mynd/ Þetta látbragð Spanoulis olli fjaðrafoki í Grikklandi á dögunum þegar fjendurnir Olympiacos og Panathinaikos áttust við. Það lagðist ekki vel í stuðningsmenn Panathinaikos að fyrrum leikmaður klúbbsins, Spanoulis, væri að kynda í gömlu stuðningsmönnunum sínum. 

Fréttir
- Auglýsing -