Haukamaðurinn Kári Jónsson var valinn í dag besti leikmaður Norðurlandmótsins 2015 í flokki U18 karla. Þegar þetta er skrifað er Kári stigahæstur íslenska liðsins með 17,5 fráköst, hann er með flest fráköst í leik 5,8 og flesta stolna bolta eða 3 í leik. Kári og félagar eiga samt enn eftir einn leik gegn Dönum þar sem þeir geta tryggt sér silfrið á mótinu.
Kári hefur ekki átt sitt besta mót hér hvað skotnýtingu varðar en hann hefur sett niður um 5 skot að meðaltali í 14 tilraunum sem gefur 35,7% nýtingu. Hann hefur verið frábær leiðtogi í sínu liði, barist af hörku í vörn og tekið af skarið í sókn þegar mest á reynir.
Kári var einnig valinn í úrvalslið U18 á mótinu ásamt Harald Frey frá Noregi, Robert Valge frá Eistlandi, John Brändmark frá Svíþjóð og Hannes Pölla frá Finnlandi.


Úrvalslið NM 2015 U18 karla frá vinstri: Róbert Valge (EST), Kári Jónsson (ISL), Harald Frey (NOR), John Brändmark (SWE) og Hannes Pölla (FIN) Mynd: Hörður Tulinius



